Álkerfi ehf. styrkir stöðuna í framleiðslu svalaganga og svalalokana!

Álkerfi ehf. hefur gengið frá kaupum á eignum úr þrotabúi Kamba ehf., sem áður hafði keypt einangraðan hluta úr starfsemi Sveinatungu. 

Þar með tryggjum við áframhaldandi þróun og nýtingu á áratugalangri sérþekkingu í íslenskri hönnun og framleiðslu svalaganga og svalalokana.


Þetta er hluti af skýrri stefnu: Að byggja upp öfluga, staðbundna framleiðslu á állausnum fyrir byggingariðnaðinn – með gæði, fagurfræði og hagkvæmni að leiðarljósi.

Sveinatunga hafði um árabil þróað sérlausnir í glerkápum og svalahandriðum sem aðlöguðust íslensku veðurfari og byggingarsniði. Kambar héldu áfram á þeirri vegferð og nú tekur Álkerfi ehf. við keflinu - með öfluga innviði, reynslu og getu til að halda áfram þeirri þróun.

Við sjáum þetta sem eðlilegt framhald á því sem við höfum verið að byggja upp síðustu ár. Með þessu tryggjum við að framleiðsla, þekking og hönnun sem þróuð hefur verið hér heima nýtist áfram til að skapa betra byggingarumhverfi fyrir fólk um land allt.

Á næstu vikum mun Álkerfi ehf. hefja innleiðingu á vörulínum tengdum svalagöngum og svalalokunum og við munum leggja sérstaka áherslu á hönnun, gæði, hagkvæmni og þjónustu við fagfólk á sviði bygginga og fasteigna.